top of page

FYRIR HVERN ER MARKÞJÁLFUN?

Markþjálfun er fyrir alla sem eru færir um að taka ábyrgð á eigin lífi og vilja fá sem allra mest út úr því. Hún er alltaf með opnar dyr inn í heim möguleika og vaxtar og gerir ráð fyrir að við séum skapandi verur sem viljum hafa áhrif á það líf sem við lifum. 

 

Markþjálfun er öflug og skilvirk leið til að finna, þekkja og nýta þann raunverulega kraft sem í okkur býr. Aðferðin gengur út frá sjálfsvinnu á jafningja grundvelli og snýst í kjarna sínum um að skoða saman hlutina, hlusta, spyrja spurninga og fá fram dýrmæt svör sem nýtast til vaxtar.

150507608_768779384063320_50401336620595
Heildræn sýn

Í mínu starfi legg ég áherslu á heildræna sýn á ævi hvers og eins. Ég skoða fortíðina aðeins til að sjá hvaða lærdómur og reynsla er til staðar sem og hvaðan áskoranir dagsins eiga rætur sínar að rekja, en það er oftast lengra aftur en við höldum í fyrstu. Mér finnst mikilvægt að reyna að ná ákveðnum frið í hjarta gagnvart fortíðinni, því erfiðar hugsanir og tilfinningar s.s. reiði og eftirsjá geta reynst þungur baggi að bera þegar ætlunin er að skapa og lifa í fallegri framtíðarsýn. Frá fortíðinni rekjum við okkur áfram til þeirra drauma sem búa í framtíðinni og skoðum hvaða vonir og væntingar búa í hjartanu til lífsins og hamingjunnar.
_T2A3064_edited.jpg

AF HVERJU ÆTTIR ÞÚ AÐ KOMA TIL MÍN? 

Untitled_Artwork (6).png
Untitled_Artwork (6).png
Untitled_Artwork (6).png
Untitled_Artwork (6).png
Untitled_Artwork (6).png
Untitled_Artwork (6).png
Untitled_Artwork (6).png
Þú stendur á einhverskonar tímamótum í þínu lífi og þig langar að nýta tækifærið og gefa sjálfri/sjálfum þér dýrmætan tíma og athygli

Þú vilt efla og styrkja sjálfstraust þitt og þig langar að móta þér spennandi framtíðarsýn, sjálfsþekking skiptir þig máli

​Þú ert tilbúin/n að tala um hluti eins og ástríðu og tilgang í lífinu, innst inni veistu að þú ert einstök manneskja sem átt skilið að skína eins og allir hinir

Þú hefur í gegnum tíðina sett flestallt annað en sjálfa/n þig í fyrsta sæti á forgangslistanum - gerist á bestu bæjum 

Þú þarft á traustum og hlýjum, óháðum aðila að halda til að hjálpa þér að heyra í sjálfri/sjálfum þér og sjá þig inn að þínum kjarna

Þú ert tilbúin að skoða líf þitt í víðara samhengi, hvaðan þú ert að koma og hvert þú vilt fara m.t.t. styrkleika þinna, reynslu og drauma

Við getum líka bara sagt þetta svona: 
Nú er þinn tími loksins kominn, það hlaut að koma að því - njóttu! 

ÁST

Af hverju ástríða, sjálfstraust og tilgangur?

Af þeirri einföldu ástæðu að ég brenn fyrir þessum þáttum í bæði sjálfri mér og öðrum og hef þurft að hafa fyrir þeim í eigin lífi. Þess vegna langar mig að hjálpa þér með það sama ef þú finnur orðin tala til þín. 
Styrkleikar og gildi
Ég legg alltaf áherslu á að ræða og skoða styrkleika og gildi í markþjálfun, en þessir þættir hafa mikið um það að segja hvert við stefnum og hvernig okkur líður í bæði leik og starfi. Ein af sálfræðilegum grunnþörfum okkar er að hafa tækifæri til að sýna hæfni okkar á einhverju ákveðnu sviði og er því mikilvægt að gefa þessum einstöku styrkleikum og samsetningu þeirra í hverjum og einum gott rými til skoðunar og mótunar.  
Screen Shot 2021-02-17 at 21.10.48.png
Smelltu á myndina hér fyrir ofan til að taka styrkleikapróf VIA. Það er mjög gagnlegt verkfæri í allri sjálfsvinnu, en ég lærði um það í náminu í jákvæðri sálfræði. 

HLÍN MARKÞJÁLFUN

Kíktu á Facebook síðuna mína til að sjá meira efni.

Þú getur líka pantað tíma með því að senda mér skilaboð þar. 

Hlin_logo_graent_tp.png
bottom of page