top of page
Image by Jude Beck

Orð frá hug og hjarta

Untitled_Artwork 3.png
IMG_0320_edited.jpg

María Viktoría Einarsdóttir

Að koma í markþjálfun til Áshildar er einn mesti stuðningur sem ég hef fundið á mínu ferðalagi. Maður fær að hitta sjálfan sig og fara djúpt að sínum kjarna og átta sig nákvæmlega á hvað maður þarf, vill og stefnir. Hún hjálpar manni að verða sitt sannasta sjálf, að skapa lífið sem maður raunverulega vill lifa og gera drauma sína að veruleika. Mæli með fyrir alla sem vilja “upgrade” í sínu lífi og tilvist að kíkja til Áshildar í markþjálfun.
 
Bara ein viðvörun: Þú munt ekki nenna að halda í leiðinlega vana og það sem dregur þig niður, það mun eyðast og umbreytast. Vertu tilbúin/n í ferðalag!

GretaLind_edited.jpg

Greta Lind Kristjánsdóttir

Ég fór í Gong tíma til Áshildar eftir að vinkona mín hafði sagt mér frá þessari mögnuðu konu. Hún sagði mér líka í leiðinni að hún hefði farið í markþjálfun til hennar svo auðvitað varð ég að prófa það líka. Markþjálfunina ákvað ég að prófa hjá henni sem eitt af mörgum tólum sem gott er að nýta sér í sjálfsskoðun og mest langaði mig líka að nærast á orku Áshildar og biðja hana að leiðbeina mér að komast nær þessum innra frið og þessari yndislegu útgeislun sem öllum langar að hafa og hún á sko nóg af.

 

Ég sóttist eftir að taka persónulega hagi frekar en vinnulega í markþjálfunartímunum. Áshildur hjálpaði mér að staðfesta ferðalagið sem ég var að stefna að og fékk mig til að hugsa mikið um réttu leiðina til persónulegs árangurs. Ég allavega tók skrefið sem þurfti, full af eldmóð og viss í minni sök eftir stuðninginn frá henni um að ég væri á réttri leið og er enn. Mér líður alltaf vel í kringum hana hvar sem hún er.

Friður, umhyggja, vellíðan. Mæli með Áshildi - punktur.

Screen%20Shot%202021-01-28%20at%2018.42_

Alma J. Árnadóttir

Ég hef leitað í tíma yfir netið til Áshildar á tveimur ólíkum tímabilum í lífi mínu. Í fyrra skiptið þegar mig vantaði traustan mentormarkþjálfa í upphafi míns eigin markþjálfaferils og í síðara skiptið þegar ég þurfti að finna framkvæmdaorkuna. Í endurkomunni felast mikil meðmæli ekki síst frá öðrum markþjálfa, því sá sem kemur aftur síðar hefur uppskorið ríkulega í fyrra skiptið.

 

Áshildur gefur frá sér leiftrandi fagra orku sem skilar sér óhindrað yfir skjáinn og virkar einstaklega hvetjandi. Viðmót hennar vekur strax upp öryggistilfinningu og djúpur, einlægur skilningurinn sem hún sýnir gerir það að verkum að auðvelt verður að opna á allar hjartagáttir. Þá skorar hún hæfilega á og hefur gott skynbragð á hvar mörk marksækjandans liggja. Það endar allt möguleika megin í samtali við Áshildi og ég mæli hiklaust með henni sem markþjálfa.

OlgaBjört_edited.jpg

Olga Björt Þórðardóttir

Ég hef í mörg ár verið að gera upp áföll og tímabil í lífi mínu með aðstoð sérfræðinga. Til að vinna úr slíku þarf þolinmæði og tíma og vera reiðubúin að gefa óvæntum tilfinningum farveg við ótrúlegustu aðstæður. Það voru enn sár atvik sem þó enn héngu inni og hömluðu lífsgæði og ég var búin að reyna margt til að losa út.

Ég hafði prófað Hljóðheilun hjá elsku Áshildi og meira að segja keypt 10 skipta kort sem ég var ekki búin að klára. Svo sá ég á Facebook að það losnaði tími hjá henni sem ég stökk á. Næstu daga á eftir var ég svakalega þreytt og meyr og hvíldi eins og hægt var. Það magnaða sem svo gerðist var að sársaukinn var horfinn, sjálfsagt vegna samspils margra þátta tengdum úrvinnslu, en léttirinn var svakalegur.

Nærandi nærvera Áshildar, faðmurinn sem hún býður ávallt fram og samkenndin spila pottþétt stóran þátt líka.

Rannveig_edited.jpg

Rannveig Guðmundsdóttir

Ég var full efasemda þegar við vinkonurnar lögðum í þessa vegferð. Hugsaði með mér hvernig okkur ætti að takast að fara í gegnum markþjálfunarsamtal án þess að detta í vinkonuspjall um daginn og veginn. En af festu var ég leidd inn í samtal um hluti sem ég hafði aldrei velt fyrir mér, spurð spurninga sem ég hafði aldrei verið spurð að og steinum velt við sem aldrei höfðu verið hreyfðir. Það eru engar ýkjur að fyrir mér opnuðust nýjar víddir, allt sett á borðið, misgott og misvont, en rætt af virðingu, gagnrýni, mátulegu gríni og að lokum er samtalið teiknað upp og ræddar leiðir að markmiðasetningu í kjölfarið. Hún notar sína einstöku eiginleika og hæfni við vinnuna auk þess að grípa til verkfæra sem er ótrúlega spennandi að vinna með.

Ég myndi mæla með svona samtali, einu, helst fleirum, fyrir alla. Við gefum okkur svo sjaldan tíma til að hugsa um úr hverju við erum gerð og hverjir möguleikar okkar eru í leik og starfi. Þeir eru nefnilega óteljandi og á það bendir Ása, án alls yfirlætis en af einstakri mennsku og kærleik.

Anna%20Lo%CC%81a_edited.jpg

Anna Lóa Ólafsdóttir

Frábær tími þar sem ég tók ákvarðanir sem breyttu miklu í mínu lífi. Þú varst með blað á meðan ég var í tímanum og ég sá að einstaka sinnum settir þú eitthvað niður á blaðið.

 

Þegar tímanum var lokið varstu búin að teikna upp það sem skipti máli - ég varð orðlaus. Þessi teikning hékk uppi á vegg hjá mér í langan tíma - sem áminning um það sem ég hafði lofað sjálfri mér að gera. Takk - þú ert frábær leiðbeinandi hvernig sem á það er litið - gangi þér vel. 

Linda Hafdal.jpg

Linda Hafdal Jónsdóttir

Ég upplifði rosalega góðar móttökur. Dásamlega nærveru. Náði jarðtengingu. Og mikinn vilja til að kortleggja það sem mér lá að hjarta. Mín kveðja með þakklæti.

Arnhei%C3%B0ur%20O%CC%88sp%20deildarstjo

Arnheiður Ösp Hjálmarsdóttir

Vorið 2019 hittumst við Áshildur reglulega  í nokkrar vikur og það voru sannkallaðar gæðastundir fyrir mig. Mér bauðst að koma í markþjálfun sem stjórnandi í grunnskóla og fannst það áhugavert þar sem ég hafði oft heyrt talað um markþjálfun en hafði ekki neina reynslu eða þekkingu á því sem átti sér stað í svona tímum. Hún spurði spurninga sem fengu mig til að ígrunda mig sem persónu bæði í vinnu og einkalífi.  Hún fékk mig til að að skerpa á áherslum varðandi  verkefni í vinnunni og í daglegu lífi og við það öðlaðist ég betri yfirsýn. Mér tókst þannig að skerpa á markmiðum, gildum og styrkleikum og einblína á það mikilvæga í lífinu.
 
Ég mæli 100%  með Áshildi sem markþjálfa fyrir hvern þann sem hefur áhuga á að ná meiri árangri  í vinnunni og í daglegu lífi. Mér leið vel í tímunum enda náði ég góðum tengslum við markþjálfann. Áshildur er fagleg manneskja með mikla útgeislun, er næm og hvetjandi á viðmælanda sinn og með sérlega góða og þægilega nærveru. 

Í gegnum markþjálfunina komst ég að því að við höfum sameiginlega sýn á marga þætti og en hún var að vinna að öðrum spennandi verkefnum sem voru m.a. til að auka vellíðan og einblína betur á styrkleika fólks. Ég prófaði að fara í gongtíma til hennar og það eru frábærir tímar sem ég mæli með fyrir hvern þann sem vill fara inn á við og hlúa að sér bæði líkamlega og andlega. Vellíðan kemur upp í hugann þegar ég hugsa um frábæru stundirnar á dýnunni. Hún er algjör snillingur og tónarnir hitta beint í mark.

bottom of page