top of page

HVAÐ ER HLJÓÐHEILUN?

Við köllum það hljóðheilun þegar við nýtum okkur orku úr bylgjum hljóðs til að hafa áhrif á líkama okkar og tíðnisvið hans. Ég geng út frá því í þessari vinnu að líkaminn sé hannaður til þess að getað heilað sig sjálfur, gefið að hann sé í réttu umhverfi og aðstæðum til þess. 

 

Í þessari umfjöllun vísa ég að mestu leyti til gongsins þegar talað er um hljóðheilun. Hljóðbylgjurnar hafa áhrif á vatnsbúskap líkamans, en almennt er talið að líkaminn sé u.þ.b. 60% vatn. Þetta gerist líkt og þegar steinn gárar vatn, þær opna og hreinsa til á því breiða og þétta tíðnisviði sem þær ná til og finna sér sjálfar þann farveg sem þarf mest á virkni þeirra að halda.

jackson-hendry-kKpTHqM2K-c-unsplash.jpg
Screen Shot 2021-02-17 at 14.27.37.png

Hvað gerir gong?

Gongið er einstaklega kröftugt hljóðfæri til að vinna með í þessu samhengi, þó ekki þurfi endilega að spila á það kröftuglega til að ná fram merkjanlegum áhrifum. Það er vel til þess fallið að hjálpa líkamanum að hjálpa sér sjálfum, að heila og fínstilla sig sjálfan eins og hann var hannaður til. Gongið er mjög gott og áhrifaríkt verkfæri að nýta í hugleiðslu því það hjálpar huganum að róa sig og ná dýrmætri hvíld og slökun.

brainwaves.jpg

Heilabylgjur

Í daglegri vitund eru heilabylgjur okkar í beta ástandi, en til að hjálpa líkama og orkusviði að heila sig sjálft og stunda genaviðgerðir þarf að hægja á heilabylgjunum, líkt og þegar við sofum. Í djúpu slökunarástandi fer hugurinn að hægja á sér og heilabylgjur að færast yfir í tíðnir sem nefnast alfa og þeta og ef mikil slökun skapast nær hann jafnvel hinu djúpa delta ástandi. Þar er hugurinn í algjörlega ómeðvituðu ástandi og því ófær um að dæma og aðgreina sig frá öðrum, þarna ríkir fullkomin eining líkama og sálar - heilunaraðstæður. 

Róleg fráöndun skapar slökunarviðbragð

Svona slökunarstundir þjálfa okkur í því að treysta, njóta, gefa eftir og stundum fara út að ákveðnum þolmörkum þegar tónarnir verða háir. Þá er gott að draga athyglina vel að önduninni og anda hægt og rólega frá sér á móti hljóðbylgjunum, en slökunarástand skapast í líkamanum við rólega fráöndun. Róleg fráöndun hjálpar Vagustauginni (flökkutaugin, stærsta taugin) að koma þeim skilaboðum til líkamans að slaka megi á honum. Gongið hefur styrkjandi áhrif á taugakerfið, en gott er að fá að venjast hljóðinu smám saman á eigin forsendum til að ná að fullnjóta áhrifanna.

Hvað gerist? 

Hljóðbylgjur gongsins geta kallað fram allskonar upplifanir; algjöra kyrrð hugans, tómarúm, sýnir, tilfinningar, líkamleg viðbrögð og margt fleira. Engin upplifun er rétt eða röng, það sem við þurfum á að halda virðist einfaldlega koma til okkar. Það er ekki hægt að segja til um nákvæmlega fyrirfram hvað gerist hjá hverjum og einum, en ég hef orðið vitni að afar mögnuðum frásögnum, upplifunum og heilunum sem byggja í grunninn á þeim ásetning sem viðkomandi hefur leynt eða ljóst sett sér. Ég hef líka orðið vitni að því þegar fólki líður illa í hljóðheilun svo mikilvægi þess að hlusta á eigin líkama og þolmörk verður seint oftalið. Þessi tilvik eru þó undantekningin á reglunni, flestir njóta á sinn hátt. Hljóðbylgjurnar beina orkusviðum líkamans í meiri samhljóm, en tíma í hljóðheilun má líkja við það að fínstilla heila sinfóníuhljómsveit.

 

Mikilvægt er að leiða hugann að því sem mann langar að ná fram með tímanum, en í einföldu máli má segja að:

IMG_9066.jpg
Þetta er hann Simbi, hann kann að virkja slökunarviðbragðið.  Hann nýtir flóttaviðbragð bara í ítrustu neyð, en mörg hver erum við að dvelja of mikið og of lengi í því ástandi sem hefur slæm áhrif á líkamann til lengdar.
Lærum af Simba, slökum betur á :) 
Tíðni: eðlisfræði - sveiflufjöldi, t.d. hljóðs, á tilteknum tíma
Ásetningur: verk sem gert er viljandi, fyrirætlun
​Íslensk nútímaorðabók

​TÍÐNI + ÁSETNINGUR = HEILUN

paul-cuoco-GBj_CPK9_3Q-unsplash.jpg

Hvaðan er gongið?

Gongið er eitt af elstu hljóðfærum mannkyns og er tónn þess oft nefndur hljóð sköpunar alheimsins. Það er oftast smíðað úr kopar að mestu leyti og eru flest á stærðarbilinu 50 - 150 cm í þvermál (20 - 60 tommur). Talið er að gongin eigi uppruna sinn að rekja til Asíu en elstu gong sem fundist hafa eru nokkurra þúsund ára gömul og hafa í gegnum tíðina oftast tengst merkum athöfnum eða tímapunktum í lífi fólks, s.s. fæðingum, giftingum, andlátum og þess háttar.

Untitled_Artwork (6).png
Hvert er markmiðið?

Eins og áður sagði er mikilvægt er að hver og einn setji sér persónulegan ásetning í byrjun tíma, hvort sem hann er nákvæmlega skilgreindur eða ekki. Ásetningur getur einfaldlega verið sá að opna betur dyr hjartans, skína innra ljósinu skærar eða taka við því sem koma vill hverju sinni. Markmið hvers tíma er að færa hvern einstakling nær eigin sannleika, að opna enn betur á tæra uppsprettu heilunar, visku, innsæis og kærleika frá sálarmiðju hvers og eins.

 

Mín trú er sú að því nær sem hver og einn einstaklingur færist sínum kjarna, því nær færist heimurinn allur einingu. 

 

Hugrekki

Það krefst hugrekkis að horfast í augu við sársauka, mistök, reiði og fleiri erfiðar tilfinningar, sem þegar upp er staðið geta vonandi kallast lærdómur. Það krefst jafnvel enn meira hugrekkis að horfast í augu við alla þá raunverulegu fegurð, kærleika, ljós og styrk sem býr innra með okkur öllum. Þar sem við njótum okkar og vöxum á eigin forsendum, í kærleik og leikgleði. Þar sem hið sanna vald okkar býr. Þangað stefnum við.

_T2A2892.jpg
Efra gongið er sérsmíðað títaníum gong sem nefnist Bifröst. Það neðra er 32" Universal Symphonic gong frá Paiste, mitt fyrsta gong. Ég spila á þau bæði í tímum. 
bottom of page