top of page

MARKÞJÁLFUN Í HNOTSKURN

Laðar fram það besta í þér!

Untitled_Artwork (3).png
150507608_768779384063320_50401336620595

  • Samtal á jafningjagrundvelli þar sem 100% trúnaður ríkir

  • Umræðuefni, allt sem skiptir þig máli og þú vilt varpa ljósi á​

  • Gert ráð fyrir andlegu heilbrigði og sjálfsábyrgð

  • Kraftmiklar spurningar kalla fram þín innri svör​

  • Til bæði einstaklings- og hópmarkþjálfun

  • Tími og staður eftir þínum þörfum​

  • Jákvæður og uppbyggilegur vöxtur

  • Vinnur með möguleika, langanir og drauma

  • Vinnur með nútíð og framtíð​, tilfinningar og innsæi

  • Skýrar siðareglur frá International Coach Federation, stærstu óháðu samtökum markþjálfa í heiminum

151591581_1011355829391896_7980678779666
Á tímamótum
Ég hef margoft átt samtöl við fólk sem er á afar krefjandi, en jafnframt ótrúlega spennandi stað í lífinu. Stað þar sem breytingar eru handan við hornið og óvissa, spenna og eftirvænting svífa yfir vötnum, í bland við mögulegar áhyggjur og kvíða.
Þegar svo er getur verið ómetanlegt að eiga samtalið góða sem oftar en ekki endar á nýrri, bjartari og kröftugri sýn sem valdeflir í stað þess að draga úr kjarki og þori. Sýn sem grundvallast á góðum og sterkum tilfinningum og hugsunum.

Að blómstra til fulls

Við eigum öll sem manneskjur ótalmargt sameiginlegt, s.s. þörf fyrir mat, húsaskjól, félagstengsl og almennt löngun til að lifa hamingjusömu og innihaldsríku lífi. Öll höfum við innbyggða þörf fyrir sköpun og frelsi til athafna, sem og að sýna hæfni okkar á ákveðnum sviðum.

En þegar að því kemur hvað það er nákvæmlega sem fær okkur til að blómstra til fulls, hvert og eitt eins og blóm á móti sólu, þá eru engir tveir alveg eins. Þar vilja málin líka oft byrja að flækjast. Þá er mikilvægt að spyrja sig réttu spurninganna og fá við þeim skýr svör sem fínstilla innri áttavitann.

Vel stilltur áttaviti er virkilega hjálplegt tæki á lífsleiðinni, þó allskyns krókaleiðir hafi auðvitað margoft sannað gildi sitt og ég trúi því reyndar staðfastlega að ekki stakt skref sé til einskis og að hvert einasta skref þjóni tilgangnum þegar upp er staðið. Spurningin er kannski hvenær er nóg komið af reynslu og krókaleiðum?

Image by MIO ITO

"Öll höfum við innbyggða þörf fyrir sköpun og frelsi til athafna, sem og að sýna hæfni okkar á ákveðnum sviðum."

HVENÆR ER KOMINN TÍMI TIL AÐ VIRKILEGA BLÓMSTRA,

Á ÞINN HÁTT, Á ÞÍNUM FORSENDUM? 

151887252_789707371981479_40125425890695
Hver er tilgangur minn í lífinu - núna?
Á þessum tímapunkti byrjum við oft að finna fyrir einhverri innri vanlíðan, okkur langar í eitthvað meira útúr lífinu en vitum ekki hvað skal gera, eða í raun hvaða spurninga skuli spyrja til að fá fram þau svör sem við þurfum á að halda. Í mínum augum er hér um stóra lífsspurningu að ræða: "Hver er tilgangur minn í lífinu - núna?" Mín persónulega reynsla og tilfinning er sú að þetta sé oft að gerast í kringum einhver stór tímamót á aldursbilinu 35-55 ára, en auðvitað líka bæði fyrir og eftir. 
Brennipunkturinn 
Lykilatriðið er alltaf að hlusta á tilfinningarnar, sem eru einn af áttavitum okkar í lífinu, þær segja sögu sem hlusta þarf á og bregðast við. Þarna er mikilvægt að staldra aðeins við og skoða spurningar á borð við þessar:
150570368_272478627626149_44126492524762
  • Hver er sagan mín, lífsreynsla og þekking, hverju hef ég sigrast á og hverjar eru mínar helstu áskoranir?
  • Úr hverju er ég gerð, hverjir eru mínir styrkleikar og gildi, hvað skiptir mig mestu máli í lífinu og hverju get ég ekki "sleppt því að vera" þótt mér yrði borgað fyrir það?
  • Hvert langar mig, hvað dreymir mig um, hver er mín villtasta draumsýn ef ég mætti öllu ráða, hvað langar mig að allur heimurinn skilji, viti, geri?

Þegar þessi atriði koma saman í einn brennipunkt leysast magnaðir kraftar úr læðingi og við höfum allar forsendur til að skapa okkur

það draumalíf sem við viljum lifa. 

bottom of page