top of page

HVAÐ YOGA NIDRA?

Yoga Nidra er form af hugleiðslu sem virkar afar vel til að losa um spennu og streitu og vinnur á sama tíma með ásetning. Nidra þýðir svefn og er hún því stundum nefnd jógísk svefnhugleiðsla, þó ekki sé um eiginlegan svefn að ræða.

 

Hugleiðslan færir þig í djúpt slökunarástand þar sem líkaminn fær dýrmætt tækifæri til sjálfsheilunar af jafnt andlegum sem líkamlegum toga. Sagt er að 45 mínútur af Yoga nidra sé jafn endurnærandi og 3 klukkustunda venjulegur svefn, en þar er átt við að jafn mikill djúpsvefn eigi sér stað í báðum tilfellum. 

IAMYogaNidra_emblem.png
Ásetningur og undirmeðvitund

Í upphafi hvers tíma er unnið í dagvitund með ásetning og honum plantað ríkt og fræi í frjósaman jarðveg í undirmeðvitundina þegar djúpslökun er náð. Þannig er unnið með ásetninginn í jafnt hugsandi hraðvitund, ef svo má segja, sem og í opinni og móttækilegri tíðni hægvitundarinnar sem skapast í hugleiðslunni þegar heilabylgjurnar fá þar tækifæri til að hægja á sér frá daglegu amstri, líkt og gerist einnig í gongtímunum.

 

Þessi aðferð á sér langar og djúpar rætur í austrænni visku, en vestræn vísindi hafa nú mætt henni með fjölmörgum rannsóknum og hafa sömu sögu fram að færa. Aðferðin styrkir þig hvar sem þú ert stödd eða staddur á lífsleiðinni. Þegar skörp einbeiting hugsans gefur eftir inn í meðvitaðan andardrátt og djúpslökun líkamans, leysist úr læðingi mögnuð lífsorka sem getur fleytt þér áfram langan veg á þinni lífsvegferð. 

Image by Francesco Gallarotti
bottom of page