top of page
Reading with Coffee

Á döfinni

Untitled_Artwork 3.png
sara-kurfess-QyjwUq5Amp8-unsplash.jpg

Ný námskeið hefjast í byrjun september: 
Sjálfsþekking
- leið til lífs í flæði

Vertu með á næsta námskeiði í september!

NÝTT!

ATH - nú er hægt að sækja námskeiðið í gegnum VIRK starfsendurhæfingarsjóð

Að gefa sér stundir til svara
Þetta námskeið færir þér stórar spurningar. 
Spurningar sem skipta þig máli og enginn annar en þú getur svarað, fyrir þig.
 
Spurningar sem færa fram svör sem endurstilla áttavitann þinn á vellíðan og merkingarbæra þætti í þínu lífi. 
 
Svör sem vilja koma upp á yfirborðið 
 
Svör sem breyta einhverju fyrir tilveru þína og minna þig jafnframt á úr hverju þú ert gerð(ur)/gert.
Komdu á námskeið sem snýst um þig og þína innri heima,
- þína sjálfsþekkingu
 
Hér er um námskeið að ræða sem hefur það að markmiði að þú aukir og dýpkir þína sjálfsþekkingu, þér til aukins sjálfstrausts, gleði og vellíðanar í eigin lífi.
Þetta námskeið er fyrir öll þau sem hafa áhuga á að líta aðeins undir yfirborðið og kanna leynda fjársjóði í eigin fari. Það er jafnt fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjálfsvinnu sem og þau sem hafa talsverða reynslu á því sviði en langar til að fá nýja vinkla, æfingar og spurningar til að vinna með. 
 
Að beina athyglinni að ríkjandi styrkleikum og því sem við viljum allra helst upplifa í lífinu er mjög áhugaverð og kröftug blanda. Oft er það nefninlega svo að við erum töluvert meðvituð um vankanta okkar og hvað það er sem við viljum ekki upplifa, en höfum kannski ekki skerpt svo vel á því hvar við erum best og hvað það er sem við raunverulega viljum mest.
 
Ég geri ráð fyrir að þú vitir nú þegar fjölmargt um það hver þú ert sem manneskja, hverjir þínir helstu styrkleikar eru, hvað þú hefur að gefa og hvað þig langar til að fá út úr lífinu. Þessi vitneskja er ekki bara góð og hentug til að hafa bakvið eyrað, hún er í raun nauðsynleg forsenda þess að andleg heilsa þín megi blómstra. Slíkt mikilvægi þarf varla að tíunda hér. 
Þú veist best hvað þér er fyrir bestu
Hefurðu sótt þessa visku nýlega, þér til hjálpar í lífinu?
Það sem þetta námskeið gerir er að hjálpa þér að finna út hvað þetta besta er svo þú megir betur njóta þess í eigin lífi. Við erum ekki alltaf fyllilega meðvituð um það sem innra með okkur býr þó verðmætin séu til staðar, til þess þarf að spyrja réttu spurninganna - en það er eitt aðal verkefni þessa námskeiðs. 
Svörin þín vísa þér veginn þangað sem þú vilt fara
Á þessu námskeiði erum við að leita eftir þínum réttustu svörum, fyrir þig, í dag. Við viljum fá þau upp á yfirborðið svo þú megir stilla þinn gullna áttavita eftir þeim. Þannig að þú getir bæði sóst eftir og um leið laðað til þín allt það sem er þér verðmætt og mikilvægt í dag. Þín svör trompa allt annað og við berum okkur ekki saman við neinn annan en okkur sjálf í fortíð, nútíð og framtíð. 
Ferðalag með 6 viðkomustöðum
 
Námskeiðið er byggt upp sem skemmtilegt og gefandi innra ferðalag sem byggir á eftirfarandi 6 viðkomustöðum:

Styrkleikar - vika 1

  • Hverjir eru þínir kjarnastyrkleikar? 

  • Hvernig eru þeir í sínu besta jafnvægi? 

  • Hvaða máli skiptir það fyrir okkur að nýta okkar helstu styrkleika í daglegu lífi? 

 

Það búa styrkleikar í okkur öllum, stórum sem smáum. Einstakir meðfæddir eiginleikar sem mikilvægt er að finna og rækta, bæði okkur sjálfum og umhverfi okkar til góðs. Hér skoðum við styrkleika okkar út frá ýmsum sjónarhornum og veltum fyrir okkur hvaða ríkjandi krafta við erum að vinna með í eigin fari. Við finnum út hvernig við getum sem best virkjað þá og hvernig okkur líður best með að tjá þá.  

Sköpun - vika 2

  • Hvað finnst þér gaman að skapa, búa til?

  • Hvernig líður þér þegar þú skapar?

  • Hvaða máli skiptir það að nýta sköpunarkraftinn?

 

Að skapa þýðir að búa til eitthvað nýtt úr því sem fyrir var. Allt í náttúrunni er í eðli sínu skapandi og við þar meðtalin. Náttúran er í sífelldu sköpunarflæði þar sem efni umbreytast og nýtt líf verður til. Við skoðum okkar innbyggðu þörf fyrir að búa eitthvað nýtt til, hvaða nafni sem það nefnist. Við lítum tilbaka yfir farinn veg og finnum þær stundir sem við höfum gleymt okkur í leik og dundi. Við veltum því einnig fyrir okkur hvernig okkur langar að skapa í dag og í framtíðinni. 

Sjálfstraust - vika 3

  • Hvað er heilbrigt sjálfstraust og hvaðan kemur það? 

  • Hvernig vilt þú hafa þitt sjálfstraust?

  • Á hvaða sviðum lífsins upplifir þú þig í dag með sterkt sjálfstraust?

Sjálfstraust snýst um trú á sjálfan sig og eigin verðleika. Sjálfstraust snertir svo til alla fleti lífs okkar en er þó mismunandi eftir hinum ýmsu sviðum lífsins. Við förum yfir hugtakið sjálfstraust, skoðum skilgreiningar á því og veltum fyrir okkur mikilvægi þess í eigin lífi. Sjálfstraust er ekki fasti heldur eiginleiki sem má þróa og efla eins og mann langar til. 

 

Framtíð - vika 4

  • Hvaða merkingu hefur það fyrir þig að velta framtíðinni fyrir þér

  • Vilt þú eiga framtíðarsýn sem kveikir undir ástríðu þinni?

  • Hver er heitasta ósk þín um þína eigin framtíð?

 

Framtíð er allur tími héðan í frá, hvert andartak frá því andartaki sem við lifum hverju sinni. Velta má framtíðinni fyrir sér frá næsta degi, næsta mánuði, næstu 5 eða 50 árum. Framtíðardraumar eiga að virkja ímyndunaraflið, opna dyr og glugga, stækka okkur og um leið færa okkur nær sjálfum okkur.  Þeir eiga að snerta okkar innstu hjartastrengi. 

Frelsi - vika 5

  • Hvað merkir hugtakið frelsi í þínum huga? 

  • Hvar upplifir þú mesta frelsið í þínu lífi?

  • Á hvaða sviði lífsins þarftu helst á auknu frelsi að halda?

 

Frelsi þýðir að vera frjálsí sinni einföldustu mynd. En hvað þýðir það fyrir okkur? Við skoðum frelsið út frá sjálfsákvörðunarkenningunni og þeirri tilfinningu sem við tengjum helst við frelsi. Við skoðum mismunandi þarfir okkar fyrir frelsi á hinum ýmsu sviðum lífsins og skilgreinum einnig grunnþörf okkar og óskastöðu. 

Flæði - vika 6

  • Hvað er flæðisástand? 

  • Hvernig virkar það og hvenær ertu í flæði?

  • Hvernig viltu að líf þitt flæði áfram?

 

Flæði er ástand sem nærir okkur og hefur mikilvægu hlutverki að gegna í allri streitu- og álagsstjórnun. Við skoðum hugtakið flæði út frá kenningu um ástand flæðis, sem og notum það sem huglægt mót til að leggja yfir lífið og skilgreina óskaflæði þess hverju sinni. Við veltum þessu hugtaki fyrir okkur og finnum okkar draumaárfarveg að renna um. 

Árangur á sviði sjálfsþekkingar 

 

Á námskeiðinu ætlum við að rýna vel í alla þessa þætti, svara spurningum og gera æfingar sem dýpka bæði skilning og þekkingu á eigin sjálfi í tengslum við þá. Mikil hvatning og gleði verða til staðar. Við tökum vinnuna alvarlega en höfum þó alltaf stutt í gleði, húmor og æðruleysi gagnvart hlutunum og okkur sjálfum. 

kin

Námskeiðinu fylgir falleg 115 blaðsíðna vinnubók, sem er jafnt fræðandi sem styðjandi. Þegar námskeiðinu lýkur hefur þú svarað fjölmörgum kröftugum spurningum sem leiða þig áfram til lífs í því flæði sem þú óskar helst.

Kynningarmyndband

 

Hér má finna 8 mínútna kynningarmyndband um bókina og námskeiðið: 

 

 

 

Fyrirkomulag:

Við hittumst í 6 skipti á tímabilinu sem spannar alls 6 vikur, en í boði er bæði staðnámskeið og fjarnámskeið. 

Hvert námskeið er kennt í litlum hópum með að hámarki 8 manns í hverjum hóp.

Fullur trúnaður ríkir

Fyrsta staðnámskeið haustsins hefst fimmtudaginn 7. september og verður haldið á eftirfarandi dögum milli kl. 10.30 - 12.00:

7., 14., 21. og 28. september og 5. og 12. október 

Námskeiðið verður haldið á Holti sem er á 3. hæð Bókasafns Kópavogs, Hamraborg 6a.

Annað staðnámskeið haustsins hefst mánudaginn 18. september og verður haldið á eftirfarandi dögum milli kl. 10.30 - 12.00:

18. og 25. september og 2., 9., 16. og 23. október

Þriðja staðnámskeið haustsins hefst mánudaginn 30. október og verður haldið á eftirfarandi dögum milli kl. 10.30 - 12.00:

30. október og 6., 13., 20. og 27. nóvember og 4. desember

  • Staðnámskeið fara fram á höfuðborgarsvæðinu (staðsetning kynnt síðar).

    • Te og kaffi í boði í hlýlegri aðstöðu. 

 

Fyrsta fjarnámskeið haustsins verður haldið eftirfarandi fimmtudaga milli kl. 13.00-14.30:

7., 14., 21. og 28. september og 5. og 12. október

  • Fjarnámskeið fer fram á Zoom þar sem hver kemur sér vel fyrir í eigin umhverfi fyrir góða stund saman á skjánum.

Námskeiðið er unnið út frá hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði, menntavísinda og markþjálfunarÞað var þróað með styrk frá VIRK starfsendurhæfingarsjóði og er hægt að sækja sem úrræði á vegum VIRK. 

 

​Verð á námskeiði er 44.000,- kr með innifalinni veglegri vinnubók sem er send heim til þátttakenda viku fyrir námskeiðsbyrjun til undirbúnings. 

Fyrir þátttöku og nánari upplýsingar, vinsamlegast sendið tölvupóst á ashildurhlin@gmail.com eða hafið samband í síma 842-2711

Þegar námskeið hefur verið staðfest með greiðslu þarf að fylgja með heimilisfang til að senda bókina á, sem og kennitala fyrir kvittun.

Kær kveðja og ég hlakka til að sjá þig!

Áshildur Hlín

 

Millifærsluupplýsingar:

banki: 301 - 26 - 7524

kt. 571220 - 1640

151887252_789707371981479_4012542589069541161_n.jpg
  Sjálfsþekking & Sjálfsást

Oft getur aukin þekking opnað leiðir til meiri skilnings, samhygðar og væntumþykju.

Þátttakendur hafa þetta að segja:

Frábært námskeið,
takk kærlega fyrir mig :)
Frábært námskeið :)
Ofboðslega skemmtilegt og fær þig til að kafa djúpt.
Námskeiðið er mjög, mjög gott og sett fagmannlega fram.
Þetta námskeið hefur veitt mér þá innsýn og hugarró sem þarf til að sjá hlutina í jákvæðara samhengi. Hérna fékk ég þá verkfærakistu sem mun nýtast mér um ókomna tíð. Við eigum öll skilið að vera hamingjusöm og líða vel í eigin skinni og þetta námskeið ögraði mér á þann hátt að ég þurfti að staldra við og líta inná við og taka á þeim hlutum hjá mér sjálfri sem setið hafa á hakanum í gegnum árin.
Ég get ekki fundið nógu sterk orð hversu þakklát ég er fyrir þetta námskeið og hversu gott það hefur gert fyrir mig. Þetta hefur verið erfitt, ljúft og mjög lærdómsríkt en hálfnað verk nú hafið er. Takk fyrir mig. 
Hefði vissulega viljað kafa dýpra í innsæið því það er svo áhugavert! Efnið fannst mér samt svo listilega framsett með það fyrir augum að auka sjálfsþekkingu. Námskeiðinu var líka stýrt af alúð og festu sem endurspeglaðist í því hversu hratt traust myndaðist innan hópsins. Mér finnst ég ríkari að hafa tekið þátt og vona að margir eigi eftir að fá að njóta.
Námskeiðið hennar Áshildar var svo ótrúlega gefandi fyrir mig, að fá að ræða um erfiða hluti og fá stuðning og hughreystingu og ekki síst verkfæri til að takast á við hlutina  á jákvæðan hátt og breyta eða skipta hugarfarinu gagnvart þessum erfiðu hlutum í lífinu.
Áshildur hefur einstaklega góða nærveru og þess vegna auðvelt að tengjast henni og treysta. Ég mæli með námskeiðinu fyrir alla sem vantar leiðsögn fyrir meiri jákvæðni inn í lífið
Námskeiðið var að mínu mati afar vel heppnað þar sem leiðbeinandinn fór í gegnum kaflana á skýran hátt og gaf þátttakendum gott rými til að tjá sig og fá speglun. Námsefnið var einkar vel framsett og það var bæði gaman og gagnlegt að fara í gegnum efnið.  Á eftir að glugga oft í þessa fallegu bók.
 
Virkilega vel gert, falleg bók og Áshildur hefur einstaka nærveru,
góður hópur og gaman og fallegt að upplifa samkennd og skilning.
 
Áshildur er alveg einstök og gerði þetta allt svo vel.
Bókin er mjög vel unnin og er hún frábært tól til að öðlast meiri sjálfsþekkingu.
 

Vertu með!

ÁHV3.jpg

Öflug sjálfsþekking er gullni áttavitinn sem þú leitar að

sjalfsthekking.bok.jpg
IMG_9858.jpeg

Vertu sjálffræðingur

Snilldar verkfæri í alla sjálfsvinnu! Hentar mjög vel í kennslu, fyrir einstaklingssamtöl og hópastarf.

Íslensk, litrík spil með 42 styrkleikum og útskýringum á bakhlið. Með hverjum stokk fylgir hugmyndbanki, virkar fyrir allan aldur, 5 - 105 ára.

77053039_533513027381118_6336918460756393984_n.jpg

Námskeið fyrir grunnskóla

  • 1,5 klst. örnámskeið fyrir allt starfsfólk grunnskóla.​​
  • Fyrirlestur, spurningar og æfingar fyrir stóran hóp
  • Verkfæri innifalið í námskeiðsverði, styrkleikaspil sem nýtast á fjölbreyttan hátt fyrir 5-105 ára.
  • Byggt á rannsóknum jákvæðrar sálfræði.
Hafðu samband til að kanna námskeið fyrir þinn hóp! 
styrkleikafærni.png

Góð áminning um í hverju við erum sterk og hvernig við nýtum styrkleikana okkar til góðs.

Ása var skýr og kom efninu vel frá sér.  Léttur og skemmtilegur fyrirlestur. Spilin frábær.

​- Þátttakandi í Holtaskóla

bottom of page