Reading with Coffee

Á döfinni

Untitled_Artwork 3.png
Snowflake

Nýtt námskeið hefst í janúar: 
Sjálfsþekking
- leið til lífs í flæði

Komdu á námskeið til að læra meira um þig

Hér er á ferðinni glænýtt 8 vikna námskeið sem hefur það að markmiði að þú aukir og dýpkir þína sjálfsþekkingu, þér til aukins sjálfstrausts, krafts og vellíðanar.
 
Að beina athyglinni að því sem við viljum helst upplifa ásamt því að beina sjónum að okkar ríkjandi styrkleikum og ánægjustundum í lífinu er mjög áhugaverð og kröftug blanda. Oft er það nefninlega þannig að við erum töluvert meðvituð um hvað við viljum ekki, en höfum ekki endilega skerpt svo vel á því hvað það er sem við raunverulega viljum mest og hvar við erum best.
 
Ég geri ráð fyrir að þú vitir nú þegar fjölmargt um það hver þú ert sem manneskja, hverjir þínir styrkleikar eru, hvað þú hefur að gefa og hvað þig langar til að fá út úr lífinu. Þessi vitneskja er ekki bara góð og hentug til að hafa bakvið eyrað, hún er í raun nauðsynleg forsenda þess að andleg heilsa þín megi blómstra. Slíkt mikilvægi þarf varla að tíunda hér.
Þú veist best hvað er þér er fyrir bestu. Það er ekki svo að ég ætli að kenna þér það en ég get þó hjálpað þér að finna hvað þetta besta er svo þú megir betur njóta þess í þínu lífi. Við erum ekki alltaf fyllilega meðvituð um það sem innra með okkur býr þó verðmætin séu til staðar, til þess þarf að spyrja réttu spurninganna - en það er eitt aðal verkefni þessa námskeiðs. 
Þetta námskeið er fyrir fólk sem hefur áhuga á að líta aðeins undir yfirborðið og kanna leynda fjársjóði í eigin fari. Það er jafnt fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í sjálfspælingum sem og þau sem hafa talsverða reynslu á því sviði en langar til að fá nýja vinkla, æfingar og spurningar til að vinna með. 
 
Á þessu námskeiði verður farið í mjög svo skemmtilega og gefandi (og já, krefjandi!) sjálfsvinnu sem byggist á eftirfarandi 6 yfirköflum:

Styrkleikar, Sköpun, Sjálfstraust, Framtíð, Frelsi, Flæði 

Við ætlum að rýna vel í alla þessa þætti, svara spurningum og gera æfingar sem dýpka bæði skilning og þekkingu á eigin sjálfi. Mikil hvatning, gleði, stuðningur og skilningur eru til staðar á þessu námskeiði.

Ég vil sjá þig ná árangri á sviði sjálfsþekkingar í þínu lífi,

til þess er leikurinn gerður. 

 

Námskeiðinu fylgir falleg 115 blaðsíðna vinnubók, sem er jafnt fræðandi sem styðjandi. Þegar námskeiðinu lýkur hefur þú svarað fjölmörgum kröftugum spurningum sem leiða þig áfram til lífs í því flæði sem þú óskar helst. 

Við hittumst í 6 skipti á tímabilinu, en í boði verður bæði staðnámskeið og netnámskeið. 

Hvert námskeið verður kennt í litlum hópum með að hámarki 6 manns. Fullur trúnaður og öruggt rými. 

Nánari upplýsingar um tímasetningu koma fljótlega.

  • Staðnámskeið fer fram í húsnæði að Fjarðargötu 13-15, 2. hæð (Fjörður, verslunarmiðstöð).

    • Te og kaffi í boði í hlýlegri aðstöðu. 

  • Netnámskeið fer fram á Zoom þar sem hver kemur sér vel fyrir í eigin umhverfi fyrir notalega stund saman á skjánum.

Námskeiðið er unnið út frá hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði, kennslu, markþjálfunar og persónulegrar reynslu undirritaðrar. Það var þróað með styrk frá VIRK starfsendurhæfingarsjóði. 

 

​Verð á námskeiði er 49.000,- kr með innifalinni vinnubók sem verður send heim til þátttakenda fyrir námskeiðsbyrjun. 

Kær kveðja og ég hlakka til að sjá þig!

Áshildur 

 

Fyrir þátttöku og nánari upplýsingar, vinsamlegast sendið tölvupóst á ashildurhlin@gmail.com 

Sendið einnig heimilisfang til að senda bókina á, sem og kennitölu fyrir kvittun með námskeiðinu.

 

Millifærsla er á eftirfarandi reikning:

301-26-7524

kt. 571220-1640

Vertu með!

ÁHV3.jpg

Öflug sjálfsþekking er gullni áttavitinn sem þú leitar að

Screen Shot 2022-09-14 at 22.31.48.png

PRO Events

Ása_gong2.jpg
PRO Events býður upp á fjölbreytt úrval fyrirlestra sem henta bæði einir og sér og sem hluti af viðburði. Ég er þar á skrá með gong og hljóðheilun. 
gong í sal.jpg

Einkaviðburðir

Vertu velkomin/n að hafa samband til að kanna möguleika á viðburði sérstaklega fyrir þinn hóp. 

​1,5 - 2,5 klst fjölbreyttir tímar í boði sem eru aðlagaðir að ykkar þörfum. Hámarksfjöldi í sal með dýnum eru 10-12 manns. 
77053039_533513027381118_6336918460756393984_n_edited.jpg

 Vertu sjálffræðingur 

Snilldar verkfæri í alla sjálfsvinnu! Henta mjög vel í kennslu, fyrir einstaklingssamtöl og hópastarf.

Íslensk, litrík spil með 42 styrkleikum og útskýringum á bakhlið. Með hverjum stokk fylgir hugmyndbanki, virkar fyrir allan aldur, 5 - 105 ára.