top of page
Image by Free To Use Sounds

Heimurinn bakvið augnlokin

Untitled_Artwork%20(7)_edited.png
Vertu hjartanlega velkomin/n í hljóðheilun!
​Hljóðheilun er nú tímabundið með opna staðsetningu þar sem ég ferðast með hljóðfærin eftir óskum á höfuðborgarsvæðinu.

   Velkomin í hópinn Hljóðheilun á Facebook, þar koma inn allar upplýsingar um tímana ásamt ýmsum fleiri fréttum. 

   Tímar eru nú haldnir eftir samkomulagi, en reikna má með að hver slökunarstund taki rúman klukkutíma.

  • Gott er að hafa með sér augnhvílu eða klút til að leggja yfir augun.

  • Þörf er á góðum púða/púðum, teppi og dýnu til slökunar. 

   Vinsamlegast hafðu samband til að sjá hvað ég get gert fyrir þig og þinn hóp - ashildurhlin@gmail.com

dynur.jpg

PANTA HLJÓÐHEILUN

Smelltu hér fyrir neðan til að skoða möguleika á hljóðheilun.

Það getur jafnt verið um einkatíma sem hóptíma að ræða. 

Untitled_Artwork (6).png
Verð frá 22.000 kr.  
Hljóðheilun (3).jpg

Einkatímar í hljóðheilun

Við gefum okkur stund í byrjun til að stilla fókusinn á það sem vinna skal með og eigum síðan líka stund í lokin til að deila, hugsa upphátt og ræða málin eftir þörfum.

Þitt er að sjálfsögðu alltaf valið hvað rætt og unnið er með í tímunum, en minn vilji stendur alltaf til þess að hjálpa fólki að hreyfa við staðnaðri orku, að gera gott betra og frábært að stórkostlegu. Flóknara er það nú ekki :)

 

Hver tími er 75 mínútur.

"Markmið hvers tíma er að færa hvern einstakling

nær eigin sannleika, að opna enn betur á tæra uppsprettu heilunar, visku, innsæis og kærleika."

_T2A2926.jpg
Fleiri hljóðfæri

Í hljóðheilunarstundum nýti ég fleiri hljóðfæri til viðbótar við gongin. Þar koma ýmist líka við sögu: Koshi chimes bjöllur, kristalsharpa, kristalssöngskálar, shamantromma, regnsúla og tíbetskar söngskálar. Þessi hljóðfæri gefa tímunum aukna dýpt og meiri vídd til að njóta. 

 
Hvernig fer þetta fram?

Við nýtum stutta stund í byrjun til að setja okkur ásetning, saman sem hópur eða hver með sinn ásetning. Allir koma sér vel fyrir á dýnu með teppi og púða, loka augunum og beina athyglinni að andardrættinum. Hljóðheilunin tekur um 40-45 mínútur og er komið rólega tilbaka þannig að hver og einn lendi vel í sjálfum sér áður en haldið er áfram út í daginn eða kvöldið. Í lokin er gengið hringinn, allir sem vilja fá tækifæri til að tjá sig og deila upplifun sinni af tímanum. Tjáning er vissulega valkvæð hverju sinni þar sem allt er unnið út frá persónulegum forsendum. Trúnaður ríkir í hverjum tíma. 

Screen Shot 2021-02-17 at 14.27.37.png

HVAÐ ER HLJÓÐHEILUN OG HVAÐ HEFUR HÚN MEÐ LÍKAMA OG HUG AÐ GERA?

 

brainwaves.jpg
IAMYogaNidra_emblem.png

HVAÐ ER YOGA NIDRA SLÖKUN OG HVERNIG VIRKAR HÚN?

YogaNidraTextaspjöld.jpg
Hvaleyrarvatn.jpg

Bjartir dagar í Hafnarfirði Hvaleyrarvatn 2023

PRO Events

Ása_gong2.jpg
PRO Events býður upp á fjölbreytt úrval fyrirlestra sem henta bæði einir og sér og sem hluti af viðburði. Ég er þar á skrá með gong og hljóðheilun. 
gong í sal.jpg

Einkaviðburðir

Velkomið að hafa samband til að kanna möguleika á sérsniðnum viðburði fyrir þinn hóp. 

​1,5 - 2,5 klst fjölbreyttir tímar í boði sem aðlagaðir eru að ykkar þörfum.
bottom of page